Traci Dinwiddie

Traci Dinwiddie
Traci Dinwiddie
Traci Dinwiddie
Upplýsingar
FæddTraci Dinwiddie
22. desember 1973 (1973-12-22) (51 árs)
Ár virk1998 -
Helstu hlutverk
Pamela Barnes í Supernatural

Traci Dinwiddie (fædd 22. desember 1973) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem miðillinn Pamela Barnes í Supernatural.

Dinwiddie er fædd í Anchorage í Alaska og er af sýrlenskum og Cherokee uppruna. Hún hefur í mörg ár lært Vest-Afrískan trommuleik og hefur oft verið gestaspilari hjá hljómsveitinni Yeh Dede. Hún var áður hluti af hljómsveitinni The Groove Goddesses.

Fyrsta hlutverk Dinwiddie var í sjónvarpsmyndinni Target Earth frá árinu 1998, en hefur síðan þá komið fram í mörgum kvikmyndum og nokkrum sjónvarpsþáttum.

Dinwiddie hefur verið gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Dawson´s Creek, Supernatural, Make It or Break It og One Tree Hill.

Dinwiddie hefur komið fram í kvikmyndum á borð við: Summer Catch, The Notebook, The Brass Tepot, The Passenger og Elena Undone.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2001 Summar Catch Lauren Hodges
2001 Black Knight Dansari
2002 Leo Diane
2003 Dog Nights Ragnell
2003 All the Real Girls Tonya óskráð á lista
2003 The Idea Guy ónefnt hlutverk
2003 Ball of Wax Nat Packard
2004 The Notebook Veronica
2005 The Pigs Kelly
2005 RedMeansGo Einnar nætur gaman
2005 End og the Spear Marilou McCully
2006 Snapshot Ruth
2006 Find Love Kærasta
2006 Forgiven Blaðamaður nr. 3
2007 Mr. Brooks Sarah Leaves
2007 The Anatolian Jasmine
2007 Dead Heist Kate sem T-Love
2007 The Kopper Kettle Alice
2007 The Bass Teaspot Alice
2007 The Touch Renee
2008 Seducing Spirits Rannsóknarfulltrúinn Janice Tischler
2008 15-40 Sofie Bjarnson
2008 The 27 Club Catherine
2008 Open Your Eyes Julia
2008 Taboo Rose
2009 The Passenger Erika Currie
2010 The Necklace Christie
2010 Elektra Luxx Madeline
2010 Elena Undone Peyton
2011 To get her Ruth
2011 Purple & Green Maya
2012 Destiny Road Fiona Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1998 Target Earth Rannsóknarfulltrúinn Madeline Chandler Sjónvarpsmynd
1998-1999 Dawson´s Creek Bo Ho stelpa
Þjónninn Sam
2 þættir
2003 One Tree Hill Þjónustustúlka Þáttur: With Arms Outstretched
2004 3: The Dale Earnhardt Story Connie Sjónvarpsmynd
2009 90210 Madame Flanagan Þáttur: Between a Sign and a Hard Place
2008-2010 Supernatural Pamela Barnes 4 þættir
2011 Make It or Break It Katerina Paynich 2 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Action on Film International Film Festival

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]