Trench er fimmta breiðskífa bandaríska tónlistartvíeykisins Twenty One Pilots. Platan var gefin út 5. október 2018 af Fueled by Ramen. Hún var fyrsta plata hljómsveitarinnar í þrjú ár, eftir að hafa gefið út Blurryface (2015) sem naut mikilla vinsælda. Platan er þemaplata (e. concept album) sem snertir á geðheilsu, sjálfsvíg og efasemd, þemu sem mega finnast í fyrri verkum hljómsveitarinnar. Uppsetning plötunnar gerist í myndrænu borginni Dema og umliggjandi dalnum sem kallast „Trench“.[1] Platan var fyrsta útgáfa Elektra eftir endurskipulagningu þess.