Trifolium ambiguum er blómstrandi plöntu tegund í ertublómaætt Fabaceae. Hann er mjög líkur hvítsmára (Trifolium repens), en smáblöðin eru stærri og hann myndar neðanjarðarrenglur. Tegundin vex villt í Austur-Evrópu, frá Úkraínu til Kákasus og Íran.[1]
Hann er ræktaður til beitar þar sem hvítsmári á erfitt vegna mikillar beitar (neðanjarðarrenglurnar gera meira þol gegn nauðbeit) og til hunangs eins og flestir aðrir smárar.[2][3] Blendingur[4] hans og hvítsmára lofar góðu[5] þar sem T: ambiguum þarf aðra gerð af rhizobium-smiti og er viðkvæmur fyrsta árið fyrir beit og samkeppni, en blendingurinn síður.