Trifolium andersonii | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Trifolium andersonii A.Gray |
Trifolium andersonii er tegund blómstrandi plantna ertublómaætt.[1][2] Hann er ættaður frá vesturhluta Bandaríkjanna, sérstaklega í Great Basin og nærliggjandi háfjallakeðjum, þar á meðal Sierra Nevada.
Hann vex í skógum, fjallaengjum, og skriðum. Hann virðist vera ríkjandi tegund á þurrum svæðum í "Alpa-steppu" í White Mountains í Kaliforníu.[3]
Trifolium andersonii er fjölær jurt sem vex í þúfum, og vantar stöngul. Langhærð eða ullarkennd, silfurgrá blöðin eru með 3 til 7 smáblöð að 2 sm löng. Blómskipunin er kúlulaga, 1,5 til 2,5 sm breið. Hvert blóm er með bikar af krónublöðum með mjóum þétthærðum bleðlum. Innan bikarsins er blómkróna sem er bleik-fjólublá eða tvílit.
Undirtegundirnar eru oft taldar tegundir eða afbrigði af ýmsum höfundum. En þær eru:[4]