Trongisvogur (færeyska: Trongisvágur) er þorp í sveitarfélaginu Þvereyri á Suðurey í Færeyjum með 506 íbúa (2015). Þorpið byggðist upp fyrst árið 1830 þegar konunglega einokunarverslunin setti upp krambúð þar. Trongisvogur er í raun samvaxinn stærri þéttbýlistað, Þvereyri.
Íþróttahöll er í þorpinu. Þar spila og æfa blak-, borðtennis-, handbolta- og fótboltafélög (flogbóltsfelagið TB, borðtennisfelagið TBF, TB hondbóltur og TB innandura fótbólt). Skógrækt er nálægt Trongisvogi: Viðarlundin í Trongisvági.
Fyrirmynd greinarinnar var „Trongisvágur“ á færeysku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. feb. 2019.