Tryggðakrókus | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Crocus chrysanthus 'E.A. Bowles'
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Crocus chrysanthus (Herb.) Herb. |
Tryggðakrókus (fræðiheiti Crocus chrysanthus) er blómplanta af ættkvísl krókusa, ættaður frá Balkanskaga og Tyrklandi.
Hann er með skær appelsínugul skállaga blóm. Minni hnýði og blóm en en vorkrókus en myndar hann fleiri blóm á lauk en vorkrókusinn. Hæð um 3 til 4 sm. Á ensku hefur hann verið nefndur "snow crocus" vegna þess hve snemma hann blómstrar, eða um tvemur vikum á undan vorkrókusnum og oft upp í gegn um snjó síðvetrar eða snemma vors. Blöðin eru mjó með silfraðri miðrönd. [1] Latneska heiti hanns, chrysanthus, þýðir gullinblómstrandi.[2]
Ræktunarafbrigði tryggðakrókus eru úrval af Crocus chrysanthus og bendinga þessarar tegundar við nokkrar undirtegundir af páskakrókus og Crocus aerius. Gul afbrigði eru úrval af Crocus chrysanthus. Blá og hvít afbrigði eru blendingar við Crocus biflorus.[3]