Ungmennafélagið Einherji

Ungmennafélagið Einherji
Fullt nafn Ungmennafélagið Einherji
Gælunafn/nöfn Einherjar
Stofnað 1. desember 1929
Leikvöllur Vopnafjarðarvöllur
Stærð N/A
Stjórnarformaður Linda Björk Stefánsdóttir
Knattspyrnustjóri Akim Armstrong
Deild 4. deild karla
2021 11. sæti í 3. deild (fall)
Heimabúningur
Útibúningur

Ungmennafélagið Einherji er íslenskt íþróttafélag frá Vopnafirði. Félagið var stofnað árið 1929. Einherji, eins og félagið er kallað í daglegu tali, heldur úti öflugu yngri flokka starfi í knattspyrnu og blaki og meistaraflokki karla í knattspyrnu. Félagið er nefnt eftir einherjum úr norrænni goðafræði.

Félagið var stofnað í Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði 1. desember 1929 sem Íþróttafélagið Einherjar. Fyrsti formaður félagsins var Ingólfur Erlendsson. Nafni félagsins var breytt í Ungmennafélagið Einherjar árið 1943 og seinna var því breytt í Ungmennafélagið Einherji.

Árið 1974 tók félagið í fyrsta skipti þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu; í gömlu 3. deildinni (2. deild karla). Á síðari hluta áttunda áratugsins var liðið oft nálægt því að tryggja sér sæti í 2. deild (1. deild karla). En árið 1981 komst liðið loks upp um deild eftir að hafa slegið Grindavík út í umspili um sæti í 1. deild. Á níunda áratugnum lék liðið alls sex leiktíðir í næstefstu deild og náði sínum besta árangri árið 1986. Þá lenti liðið í 5. sæti 1. deildar eftir að hafa verið í toppbaráttu fram á næstsíðustu umferð. Árið 1990 hafði liðið fallið niður um tvær deildir; alla leið niður í D deild. Liðið hefur ekki komist ofar síðan þá.

Þjálfarar

[breyta | breyta frumkóða]

Leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu

[breyta | breyta frumkóða]

Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
1 Fáni Trínidad og Tóbagó GK Javon Sample
3 Fáni Spánar DF Ruben Muñoz Castellanos
4 Fáni Íslands MF Guðni Þór Sigurjónsson
5 Fáni Íslands MF Benedikt Blær Guðjónsson
6 Fáni Búlgaríu DF Zhivko Dinev
7 Fáni Íslands MF Bjartur Aðalbjörnsson
8 Fáni Íslands FW Sigurður Donys Sigurðsson
9 Fáni Trínidad og Tóbagó MF Jared Jolon Bennett
10 Fáni Íslands MF Heiðar Snær Ragnarsson
11 Fáni Íslands MF Heiðar Aðalbjörnsson
Nú. Staða Leikmaður
12 Fáni Íslands GK Björgvin Geir Garðarsson
13 Fáni Íslands DF Árni Fjalar Óskarsson
14 Fáni Íslands MF Sigurður Jóhannsson
15 Fáni Íslands MF Eiður Orri Ragnarsson
17 Fáni Búlgaríu MF Dilyan Kolev
18 Fáni Trínidad og Tóbagó FW Akim Armstrong
19 Fáni Búlgaríu MF Todor Hristov
20 Fáni Íslands DF Víglundur Páll Einarsson
21 Fáni Íslands FW Marteinn Þór Vigfússon

Met leikmanna

[breyta | breyta frumkóða]

Flestir deildaleikir

[breyta | breyta frumkóða]
Nafn Ár Tímabil Leikir
1 Fáni Íslands Kristján Davíðsson 1976-1995 20 278
2 Fáni Íslands Aðalbjörn Björnsson 1974-1998 24 251

Flest deildamörk

[breyta | breyta frumkóða]

Frá 11. júlí 2019

Tölfræði vantar frá árunum 1974 til 1981

Nafn Ár Tímabil Mörk
1 Fáni Íslands Sigurður Donys Sigurðsson 2003, 2009, 2012–nútíð 10 77
2 Fáni Íslands Hallgrímur Guðmundsson 1985-1999 N/A 67
3 Fáni Búlgaríu Todor Hristov 2015–nútíð 5 50
4 Fáni Íslands Gunnlaugur Bjarnar Baldursson 2009–2018 10 50
5 Fáni Íslands Kristján Davíðsson 1976-1995 20 40 (Frá 1981)