Volaða land | |
---|---|
Leikstjóri | Hlynur Pálmason |
Handritshöfundur | Hlynur Pálmason |
Framleiðandi | Anton Máni Svansson Katrin Pors Mikkel Jersin Eva Jakobsen |
Leikarar | Elliott Crosset Hove Ingvar E. Sigurðsson |
Klipping | Julius Krebs Damsbo |
Tónlist | Alex Zhang Hungtai |
Land | Ísland Danmörk Frakkland Svíþjóð |
Volaða land er kvikmynd eftir Hlyn Pálmason frá árinu 2022. Titill myndarinnar vísar í samnefnt ljóð eftir Matthías Jochumsson.[1]
Volaða land er saga af metnaði, trú, fjölskyldu og hefnd undir lok 19. aldar. Danskur prestur ferðast til Íslands með það verkefni að reisa kirkju og ljósmynda fólkið í harðneskjulegri náttúrunni. Presturinn afvegaleiðist er áhugi hans eykst á ungri konu í þorpinu og hrindir það af stað villimannslegum deilum.[2]