Vætudúnurt (fræðiheiti: Epilobium ciliatum) er plöntutegund af eyrarrósarætt. Vætudúnurt vex á Íslandi aðallega í og nálægt þéttbýli, í skurðum og ruslahaugum.[2] Hún er upphaflega frá N-Ameríku, en hefur breiðst út um Evrópu og víðar á síðustu öld.[3]
Vætudúnurt líkist helst runnadúnurt (E. montanum) á grynnri tenningu og lengri blaðstilkum.[2] Hún er öll mun stærri en innfæddar tegundir og þekkist auðveldlega á því.