Widdringtonia whytei | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Widdringtonia whytei á Mulanje-fjalli, Malaví
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Widdringtonia whytei Rendle | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Widdringtonia whytei[2] er barrtré ættað frá Malaví þar sem það er einlent í Mulanje Massif í 1,830-2,550 m hæð. Því er ógnað af skógarhöggi (vegna viðarins), og aukningar villielda af mannavöldum.[3][4][5]
Það er stórt sígrænt tré, um 40–50 m hátt. Blöðin eru hreisturlaga, 1,5 til 3,5 mm löng og 1 til 1,5 mm breið á smásprotum, og að 10 mm langt á öflugum vaxtarsprotum. Könglarnir eru hnattlaga, 1,5 til 2,2 sm langir með fjórum köngulskeljum.[4]
Timbrið er rauðleitt, með viðkunnanlegan ilm. Helstu kostir þess eru að það er auðvinnanlegt og endingargott, og er þolið gegn termítum og öðrum skordýrum og sveppum sem leggjast á við.