Þriðja álitið er aðferð til þess að óska eftir óviðkomandi í deilu á milli tveggja notenda. Þegar þeir eru ekki sammála, þá getur annar hvor þeirra óskað eftir þriðja áliti. Sá aðili sem tekur að sér að gefa þriðja álitið þarf að fylgjast með góðum ásetningi og kurteisi frá báðum aðilum málsins.
Aðrar aðferðir til að leysa deilumál er að finna á Wikipedia:Deilumál.
Áður en óskað er eftir þriðja áliti, sjáðu til að deilan hafi verið ítarlega rædd á spjallsíðunni. Þessi aðferð er aðeins til þess að leysa ágreining sem engin lausn finnst á. Ef fleiri en tveir notendur eru að deila um málið, þá hentar þessi aðferð ekki. Hvort sem um er að ræða ágreining sem hefur ekki verið ræddur ítarlega eða fjöldi þeirra sem taka þátt í deilunni er of mikill, þá skal leita á Wikipedia:Deilumál.
Allar umræður um þriðja álit ættu að eiga sér stað á spjallsíðu greinarinnar eða spjallsíðu notanda þar sem hún er þegar til staðar.
Þeir sem veita þriðja álit vilja oft fá svar um útkomu deilunnar. Við viljum vita hvort útkoman sé jákvæð eða ekki, svo að gæði álitana haldist há.
Ef þú villt hafna deilunni af einhverjum ástæðum, þá er gott að skilja eftir skilaboð á spjallsíðunni þar sem deilan fer fram og útskýra niðurstöðu þína. Skilaboð sem þessi ættu að vera: