Ár byssunnar

Ár byssunnar (enska: Year of the Gun) er bandarísk spennumynd eftir John Frankenheimer frá 1991 með Andrew McCarthy, Sharon Stone og Valeria Golino í aðalhlutverkum. Myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu Michael Mewshaw frá 1983. Myndin gerist árið 1978 og fjallar öðrum þræði um ránið á Aldo Moro og blýárin á Ítalíu.