Ásgeir Trausti

Ásgeir Trausti
Ásgeir árið 2013
Ásgeir árið 2013
Upplýsingar
FæddurÁsgeir Trausti Einarsson
1. júlí 1992 (1992-07-01) (32 ára)
UppruniLaugarbakki, Ísland
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • tónlistarmaður
Ár virkur2012 – í dag
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • gítar
  • píanó
Útgáfufyrirtæki
Vefsíðaasgeirmusic.com
Ásgeir með Eivöru árið 2021.

Ásgeir Trausti Einarsson (f. 1. júlí 1992) er íslenskur söngvari og lagahöfundur og átti auk þess feril sem söngvari með hljómsveitum eins og The Lovely Lion.

Á íslensku tónlistarverðlaununum 2013 hlaut hann fern verðlaun, fyrir plötu ársins; Dýrð í dauðaþögn, sem bjartasta vonin, vinsælasti flytjandinn og netverðlaun tónlist.is.[1]

Ásgeir Trausti hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu 16. júní 2015. Það seldist upp á báða tónleikana. Hann hefur farið í tónleikaferðir utan landsteinanna og þar á meðal til Ástralíu.

Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn á ensku undir heitinu In the Silence þar sem bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant aðstoðaði við textagerð. Árið 2017 hélt Ásgeir áfram að gefa út efni á ensku með plötunni Afterglow sem var með meiri raftónlistaráherslum. Hann vék sér að fyrri stíl með plötunni Sátt/Bury the Moon sem bæði var gefin út á ensku og íslensku árið 2020.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]

Stuttskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • The Sky Is Painted Gray Today (2021)

Smáskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2012 Sumargestur (Tónlist #2)
  • 2012 Leyndarmál (Tónlist #1 - 6 vikur)
  • 2012 Dýrð í dauðaþögn“ (Tónlist #1 - 3 vikur)
  • 2012 Hvítir skór (Blaz Roca og Ásgeir Trausti) (Tónlist #1 - 9 vikur)
  • 2013 Nýfallið regn (Tónlist #5)
  • 2013 Hærra (Tónlist #7)[2]
  • 2017 Unbound, Stardust og I know you know (af Afterglow)
  • 2019 Youth og Lazy giants (af Bury the moon)
  • 2020 Upp úr moldinni (af Sátt)
  • 2021: Sunday Drive og On the Edge (af stuttskífunni The Sky is painted grey today)
  • 2022: Borderland og Like I am (af Time on my Hands)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]