Ásta | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 5. október 1969 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 21. aldar |
Helstu ritverk | Categories We Live By: The Construction of Sex, Gender, Race, and Other Social Categories; Kvenna megin; The Oxford Handbook of Feminist Philosophy |
Helstu kenningar | Categories We Live By: The Construction of Sex, Gender, Race, and Other Social Categories; Kvenna megin; The Oxford Handbook of Feminist Philosophy |
Helstu viðfangsefni | Frumspeki, feminísk heimspeki, |
Ásta Kristjana Sveinsdóttir (fædd 1969) er íslenskur heimspekingur búsettur í San Francisco í Bandaríkjunum. Ásta Kristjana er fjórða íslenska konan, sem hefur lokið doktorsprófi í heimspeki og sú fyrsta, sem lýkur doktorsprófi á sviði frumspeki.[1]
Ásta Kristjana tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1989 og hélt svo til háskólanáms í Bandaríkjunum. Hún er BA í stærðfræði og heimspeki frá Brandeis háskóla, 1992, AM í heimspeki frá Harvard háskóla, 1997, og PhD í heimspeki frá Massachusetts Institute of Technology (MIT), 2004. Doktorsritgerð Ástu Kristjönu hét Siding with Euthyphro: Response-Dependence, Essentiality, and the Individuation of Ordinary Objects.
Ásta Kristjana var gistilektor á Vassar College í New York fylki veturinn 2004-2005 og hefur verið lektor í heimspeki í Ríkisháskólanum í San Francisco frá hausti 2005.
Ásta Kristjana fæst einkum við frumspeki og femíníska heimspeki og tengjast umræðuefni hennar þar oft öðrum undirgreinum heimspekinnar, svo sem málspeki og þekkingarfræði, siðfræði og fagurfræði.