Åboland

Kort.

Åboland (finnska: Turunmaa) er landsvæði við suðvesturströnd Finnlands. Það er kennt við borgina Åbo á sænsku, þó borgin sjálf sé ekki á landsvæðinu.

Íbúar voru um 21.700 árið 2020. Við ströndina eru flestir sænskumælandi og teljast í hópi Finnlandssvía, en innanlands er meirihluti íbúa Finnar.

Þetta landsvæði er að mestu myndað úr fyrrum sveitarfélögum: Dragsfjärd, Houtskär, Iniö, Kimito, Korpo, Nagu, Pargas og Västanfjärd, sem eru öll í eyjaklasunum í kringum Turku. Þessi eyjaklasasveitarfélög voru sameinuð í Väståboland og Kimitoön þann 1. janúar, 2009. Åboland er meðal þéttbýlustu Finnlandssvíasvæða, með Austurbotni, suður Nýlandi og Álandseyjum.

Eina borgin er Pargas, þar sem meira en helmingur fólksfjöldans býr. Það eru meira en 20.000 eyjur í Åbolandi.