63°57′40″N 18°37′04″V / 63.96111°N 18.61778°V
Ófærufoss er tvískiptur foss í ánni Nyrðri-Ófæru þar sem hún fellur ofan í Eldgjá. Yfir neðri fossinn var náttúruleg brú (steinbogi), sem hrundi í ána í vorleysingum vorið 1993. Steinbogi sá var úr hrauni og var ofan af Eldgjárarmi, og hafði sigið niður, en áin svo grafið sig undir og í gegn. Framhald blágrýtislags þess sem myndaði steinbogann er að finna í vegg gjárinnar sunnan Ófæru.
Atriði úr kvikmyndinni Í skugga hrafnsins var tekin upp við Ófærufoss á meðan að steinboginn var ennþá heill.[1]