× Sorbaronia mitschurinii | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Óþroskuð ber á klóninum 'Viking'
| ||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
× Sorbaronia mitschurinii | ||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||
|
× Sorbaronia mitschurinii, einnig þekkt sem Sorbaronia mitschurinii, er ræktuð tegund sem þar til nýlega gekk undir nafninu Aronia mitschurinii.[2] Hún hefur einnig verið talin til ræktunarafbrigða af logalaufi (Aronia melanocarpa),og algengir klónar eru 'Viking' og 'Nero'. Erfðarannsóknir benda til að hún sé líklega blendingur á milli A. melanocarpa og Sorbus aucuparia (ilmreynir)[3] sem líklega kom fram í ræktun.[2][4]
Það hefur verið lagt til að Sorbaronia mitschurinii sé upprunnin úr tilraunum rússneska ræktandans Ivan Vladimirovich Michurin sem gerði mikið af ættkvíslablendingum ávaxtarunna og trjáa.[4]
Þessi tegund er kröftugri í vexti en villt logalauf; blöðin eru breiðari, og berin eru stærri.[2][3] Hún er tetraploid[3] og sjálffrjó.
Sorbaronia mitschurinii hefur verið nýtt mikið í fyrrum Sovétríkjunum[5] þar sem stór berin eru nothæf í safagerð, vín og sultugerð, og þar sem plantan er sjálffrjó og þarf þess vegna ekki aðra til að mynda ber.[6]
Eins og aðrar Aronia tegundir, er berið nýtt sem bragð- og litarefni í drykki og jógúrt.[6] Safinn úr þroskuðum berjunum er herpandi, sætur (með miklu sykurinnihaldi), súr (lágt pH), og inniheldur C vítamín. Auk notkunar í safa, er hægt að baka sætabrauð úr berjunum.[6]
Aðrir ættkvíslablendingar innan Maleae, sem eru með reyni sem annað foreldrið, eru: