× Sorbaronia mitschurinii

× Sorbaronia mitschurinii
Óþroskuð ber á klóninum 'Viking'
Óþroskuð ber á klóninum 'Viking'
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Amygdaloideae[1]
Ættflokkur: Maleae
Undirættflokkur: Malinae
Ættkvísl: × Sorbaronia
Tegund:
× S. mitschurinii

Tvínefni
× Sorbaronia mitschurinii
Samheiti

× Sorbaronia mitschurinii, einnig þekkt sem Sorbaronia mitschurinii, er ræktuð tegund sem þar til nýlega gekk undir nafninu Aronia mitschurinii.[2] Hún hefur einnig verið talin til ræktunarafbrigða af logalaufi (Aronia melanocarpa),og algengir klónar eru 'Viking' og 'Nero'. Erfðarannsóknir benda til að hún sé líklega blendingur á milli A. melanocarpa og Sorbus aucuparia (ilmreynir)[3] sem líklega kom fram í ræktun.[2][4]

Það hefur verið lagt til að Sorbaronia mitschurinii sé upprunnin úr tilraunum rússneska ræktandans Ivan Vladimirovich Michurin sem gerði mikið af ættkvíslablendingum ávaxtarunna og trjáa.[4]

Þessi tegund er kröftugri í vexti en villt logalauf; blöðin eru breiðari, og berin eru stærri.[2][3] Hún er tetraploid[3] og sjálffrjó.

Sorbaronia mitschurinii hefur verið nýtt mikið í fyrrum Sovétríkjunum[5] þar sem stór berin eru nothæf í safagerð, vín og sultugerð, og þar sem plantan er sjálffrjó og þarf þess vegna ekki aðra til að mynda ber.[6]

Eins og aðrar Aronia tegundir, er berið nýtt sem bragð- og litarefni í drykki og jógúrt.[6] Safinn úr þroskuðum berjunum er herpandi, sætur (með miklu sykurinnihaldi), súr (lágt pH), og inniheldur C vítamín. Auk notkunar í safa, er hægt að baka sætabrauð úr berjunum.[6]

Áþekkir blendingar

[breyta | breyta frumkóða]

Aðrir ættkvíslablendingar innan Maleae, sem eru með reyni sem annað foreldrið, eru:

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Potter, D., et al. (2007). Phylogeny and classification of Rosaceae. Plant Systematics and Evolution. 266(1–2): 5–43. [Referring to the subfamily by the name "Spiraeoideae"]
  2. 2,0 2,1 2,2 Skvortsov, A.K. & Yu.K. Maitulina (1982). Þýðing eftir Irina Kadis. „On distinctions of cultivated black-fruited Aronia from its wild ancestors“. Bulletin of the Central Botanical Garden, AN SSSR. 126: 35–40.
  3. 3,0 3,1 3,2 Leonard, P.L.; M.H Brand; B.A. Connolly & S.G. Obae (2013). „Investigations into the origin of Aronia mitschurinii using amplified fragment length polymorphism analysis“. HortScience. 48 (5): 520–524.
  4. 4,0 4,1 Skvortsov, A.K., Yu.K. Maitulina, and Y.N. Gorbunov. 1983. Cultivated black-fruited Aronia: Place, time, and probable mechanism of formation. Bull. MOIP. Otd. Biol. 88:88-96 translation by Irina Kadis
  5. Kask, K. (1987). „Large-fruited black chokeberry (Aronia melanocarpa)“. Fruit Varieties Journal. bls. 47–47. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. júlí 2019. Sótt 10. júlí 2019.
  6. 6,0 6,1 6,2 Steven A. McKay (17. mars 2004). „Demand increasing for aronia and elderberry in North America“ (PDF). New York Berry News.. árgangur 3 no. 11.