Úlfur Úlfur | |
---|---|
Uppruni | Sauðárkróki, Íslandi |
Ár | 2010–í dag |
Stefnur | Rapp, hipphopp |
Meðlimir | Arnar Freyr Frostason Helgi Sæmundur Guðmundsson |
Fyrri meðlimir | Björn Valur Pálsson Þorbjörn Einar Guðmundsson |
Úlfur Úlfur er íslenskt hipphopp dúett frá Sauðárkróki sem samanstendur af Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni.[1][2] Fyrsta breiðskífa þeirra, Föstudagurinn langi, kom út árið 2011 og önnur, Tvær plánetur, kom út árið 2015.[3] Árið 2017 gáfu þeir út sína þriðju breiðskífu, Hefnið okkar.[4] Fyrir stofnun Úlfs Úlfs voru Arnar og Helgi í hljómsveitinni Bróðir Svartúlfs, en hljómsveitin vann Músíktilraunir árið 2009. [5]