Windows Vista kemur í sex útgáfum, Windows Vista Starter, Windows Vista Home Basic, Windows Vista Home Premium, Windows Vista Business, Windows Vista Enterprise og Windows Vista Ultimate. Allar útgáfur nema "Windows Vista Starter" styðja bæði 32-bit(x86) og 64-bit(x64)
Mjög líkt Windows XP Starter Edition verður þessi útgáfa fyrir lönd eins og Brasilíu, Kólumbíu, Indland, Taíland, Indónesíu og Filippseyjar, aðallega til að bjóða löglegar útgáfur til að fólk steli ekki öðrum útgáfum. Hún er ekki fáanleg í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu eða Ástralíu.
Mjög líkt Windows XP Home Edition er Home Basic fyrir notendur sem þurfa ekki margmiðlun heima og er þessi útgáfa ódýr. Windows Aero þemað fylgir ekki þessari útgáfu. 64-bita Home Basic styður allt að 8 GB af vinnsluminni og verður stutt til ársins 2012.
Þessi útgáfa inniheldur alla eiginleika frá Home Basic og fleira, til dæmis HDTV stuðning. Þessi útgáfa er sambærileg Windows XP Media Center Edition. Windows Aero fylgir með þessari útgáfu.
Þessi útgáfa er sambærileg Windows XP Professional og Windows XP Tablet PC Edition. Henni er beint að minni fyrirtækjamarkaði. Hún inniheldur alla eiginleika Home Premium nema Windows Media Center og allt sem því fylgir. Hún inniheldur í staðinn eiginleika sérstaklega ætlaða fyrirtækjum.
Þessi útgáfa er aðeins fyrir fyrirtæki. Enterprise er sér hannað fyrir stærri fyrirtæki og aðeins fáanlegt fyrir þá sem eru í hópi "Microsoft's Forrits Triggingu". Hún er með alla eiginleika Windows Vista Business og nokkra til viðbótar.
Þessi útgáfa inniheldur alla eiginleika úr Home Premium og Enterprise útgáfunum og fleira. Meðal annars hreyfanlegan bakgrunn á skjáborðið.