Þjóðveldisbærinn

Þjóðveldisbærinn.

Þjóðveldisbærinn er bær neðan Sámsstaðamúla í Þjórsárdal á Íslandi reistur á árunum 1974–1977. Hann átti að sýna á sem raunverulegastan hátt hvernig stórbýli á söguöld litu út. Hörður Ágústsson teiknaði bæinn með hliðsjón af bæjarrústunum á Stöng í Þjórsárdal og rannsóknum sínum á íslenskri húsagerð á fyrri öldum.

Árið 2000 var komið fyrir við bæinn lítilli stafkirkju. Kirkjan er útkirkja frá Stóra-Núpi og þjónar sóknarpresturinn fyrir altari í þeim fáum messum sem haldnar eru þar.

Þjóðveldisbærinn og kirkjan.