Ahmad el Abbas

Ahmad al-Abbas (arabíska: أحمد العباس‎; ... – 1659) var síðasti soldán Marokkó af Sa'diætt. Hann var sonur Múhameðs esh-Sheikh es-Seghir og tók við völdum við lát hans 1655. Ríki hans náði í reynd aðeins yfir borgina Marrakess og nágrenni hennar, en aðrir hlutar landsins voru í höndum sjálfstæðra fusta eða stríðsherra. Árið 1658 gerði höfuð ættarinnar Banu Hilal, Abu Bakr al-Shabani, uppreisn og settist um borgina. Ahmad hélt árið eftir til fundar við uppreisnarmenn (sem voru frændur hans) en þeir tóku hann höndum og myrtu hann. Abu Bakr hélt svo inn í borgina og gerði son sinn, Abd al-Karim ben Abu Bakr al-Shabani, að soldán. Hann ríkti til dauðadags 1668 og þá tók sonur hans, Abu Bakr ben Abd al-Karim, við völdum. Árið 1669 náði Al-Rashid borginni á sitt vald og lét brenna Abu Bakr lifandi.


Fyrirrennari:
Múhameð esh-Sheikh es-Seghir
Soldán Marokkó
(1655 – 1659)
Eftirmaður:
Al-Rashid af Marokkó