Astacus

Astacus
Astacus astacus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Innættbálkur: Astacidea
Ætt: Astacidae
Ættkvísl: Astacus
Fabricius, 1775
Tegundir

Astacus (úr grísku αστακός, (astacós), í merkingunni "humar" eða "vatnakrabbi")[1] er ættkvísl vatnakrabba sem er í Evrópu og vesturhluta Asíu, og samanstendur af þremur núlifandi tegundum og fjórum útdauðum, steingerfðum tegundum.[2]

Vegna vatnakrabbaplágunnar, eru vatnakrabbar af þessari ættkvísl nær útdauðir í Evrópu og hafa vatnakrabbar af Norður-Amerísku tegundinni Pacifastacus leniusculus, verið settir í staðinn, en sú tegund er með þol gegn þeirri sýki.[3] Hinsvegar hefur komið í ljós að sú krabbategund er um leið smitberi.

Núlifandi tegundir

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd Fræðiheiti Íslenskt heiti Útbreiðsla Athugasemdir
Astacus astacus "Evrópskur vatnakrabbi" eða "eðalvatnakrabbi", Frakkland um mið-Evrópu, til Balkanskaga, og norður til hluta Bretlandseyja, Skandinavíu og vesturhluta fyrrum Sovét. Þetta er algengasta vatnakrabbategundin í Evrópu.
Astacus leptodactylus "Dónárvatnakrabbi" eða "Tyrkneskur vatnakrabbi" Kaspíahafssvæðið Fluttur til og sleppt í mið-Evrópu á 19du öld.
Astacus pachypus "Kaspía-vatnakrabbi" Kaspíahaf, áin Don, og hlutar Svartahafs og Asovhaf Er í ísöltu vatni að 14.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Emmanuil Koutrakis; Yoichi Machino; Dimitra Mylona; Costas Perdikaris (2009). „Crayfish terminology in Ancient Greek, Latin, and other European languages“ (PDF). Crustaceana. 82 (12): 1535–1546. doi:10.1163/001121609X12475745628586. Afrit af upprunalegu (PDF proof) geymt þann 21. júlí 2011.
  2. Sammy De Grave; N. Dean Pentcheff; Shane T. Ahyong; og fleiri (2009). „A classification of living and fossil genera of decapod crustaceans“ (PDF). Raffles Bulletin of Zoology. Suppl. 21: 1–109. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6. júní 2011. Sótt 26. febrúar 2019.
  3. „Noble crayfish (Astacus astacus)“. ARKive. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. mars 2008. Sótt 6. maí 2007.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.