Beyoncé: Platinum Edition | ||||
---|---|---|---|---|
![]() | ||||
Breiðskífa (endurútgáfa) / box sett eftir | ||||
Gefin út | 24. nóvember 2014 | |||
Lengd | 93:19 | |||
Útgefandi | ||||
Stjórn |
| |||
Tímaröð – Beyoncé | ||||
| ||||
Smáskífur af Beyoncé: Platinum Edition | ||||
|
Beyoncé: Platinum Edition er fyrsta box sett platan frá bandarísku söngkonunni Beyoncé. Platan var gefin út á miðnætti þann 24. nóvember 2014 af Parkwook Entertainment og Columbia Records. Platan er endurútgáfa af fimmtu breiðskífu hennar, Beyoncé frá 2013, og var gefin út í tilefni þess að eitt ár var frá útgáfunni. Box settið var gefið út með hljóð- og mynddiskum frá upprunalegu plötunni. Box settið inniheldur að auki annan geisladisk með tveimur nýuppteknum lögum og fjórum áður útgefnum endurhljóðblöndunum, og annan mynddisk sem inniheldur upptökur af flutning söngkonunnar á tíu lögum frá The Mrs. Carter Show World Tour tónleikaferðalaginu frá 2013-2014.
Stuttskífan, Beyoncé: More Only, sem innihélt einungis nyútgefna efnið í heild sinni, var gefin út stafrænu formi samhliða box settinu. Stuttskífan fór beint í 8. sæti bandaríska Billboard 200 vinsældarlistans og seldist í 43.000 eintökum fyrstu vikuna auk 28.000 einingum sem jafngilda plötu.
Útgáfan var kynnt með útgáfu á smáskífum. „Flawless (Remix)“ var gefin út í Bandaríkjunum sem aðalsmáskífa plötunnar 12. ágúst 2014 og „7/11“ var gefin út sem önnur smáskífa plötunnar 25. nóvember 2014.
Beyoncé — Diskur eitt (Audio)
Beyoncé — Diskur tvö (Visual)
Beyoncé — Diskur þrjú (Live DVD)
Beyoncé — Diskur fjögur (More Audio)
Fyrirmynd greinarinnar var „Beyoncé: Platinum Edition“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. júní 2023.