Cambaridae | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||||||
Cambaridae er stærsta ætt þriggja ætta ferskvatns krabba, með yfir 400 tegundir.[1] Flestar tegundirnar eru ættaðar frá meginlandi Norður-Ameríku. Þrjár eru á Kúbu. Tegundirnar í ættkvíslinni Cambaroides eru þær einu utan Norður-Ameríku, þar sem þær eru í austur Asíu.[2]
Fáeinar tegundir, þar á meðal hinar ágengu Procambarus clarkii og Orconectes rusticus, hafa verið fluttar til svæða utan Norður-Ameríku. Hinsvegar eru margar tegundirnar með lítil útbreiðslusvæði og er alvarlega ógnað; fáeinar eru þegar útdauðar.[2]
Sameindarannsókn á ættkvíslunum 2006 bendir til að ættin Cambaridae gæti verið nærri því einstofna, með ættina Astacidae innan hennar, staða ættkvíslarinnar Cambaroides er óviss.[3]