Cayetano Saporiti

Cayetano Saporiti
Upplýsingar
Fæðingardagur 14. janúar 1887(1887-01-14)
Fæðingarstaður    Montevídeó, Úrúgvæ
Dánardagur    30. nóvember 1959 (72 ára)
Dánarstaður    Montevídeó, Úrúgvæ
Leikstaða Markvörður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1903-20 Montevideo Wanderers 342 (?)
Landsliðsferill
1905-1919 Úrúgvæ 56 (0)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Cayetano Saporiti (14. janúar 188730. nóvember 1959) var sigursæll úrúgvæskur knattspyrnumaður á fyrsta og öðrum áratug tuttugustu aldar. Hann lék sem markvörður hjá Montevideo Wanderers og úrúgvæska landsliðinu.

Ævi og ferill

[breyta | breyta frumkóða]
Sigurlið Úrúgvæ í Suður-Ameríkukeppninni 1917, Saporiti standandi þriðji frá vinstri.

Cayetano Saporiti hóf barnungur að æfa knattspyrnu með smáliðinu Treinta y Tres en gekk sextán ára gamall til liðs við Montevideo Wanderers sem var meðal stórliðanna á upphafsskeiði úrúgvæskrar knattspyrnu. Hann tryggði sér fljótlega aðalmarkvarðarstöðunni og hélt henni að mestu þar til hann lagði hanskana á hilluna árið 1920.

Með Wanderers-liðinu varð hann úrúgvæskur meistari í tvígang, árin 1906 og 1909. Hann vann einnig til ýmissa smærri titla með félagsliði sínu.

Saporiti var markvörður úrúgvæska landsliðsins á fimmtánda ár og lék á þeim tíma 56 landsleiki, sem lengi var met fyrir markvörð í landsliðinu. Hann var afar sigursæll í ýmsum alþjóðakeppnum, sem margar hverjar voru á milli Úrúgvæ og Argentínu. Úrúgvæ varð Suður-Ameríkumeistari í tveimur fyrstu keppnunum, 1916 og 1917 með Saporiti milli stanganna. Í síðarnefndu keppninni meiddist hann þó illa í úrslitaleiknum þegar 20 mínútur voru til leiksloka og þurfti varnarmaðurinn Manuel Varela að taka stöðu hans, þar sem varamenn höfðu ekki enn verið kynntir til sögunnar.