Deroceras

Deroceras
Deroceras reticulatum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Sniglar (Gastropoda)
Ættbálkur: Lungnasniglar (Pulmonata)
Yfirætt: Limacoidea
Ætt: Engjasnigilsætt (Agriolimacidae)
Undirætt: Agriolimacinae
Ættkvísl: Deroceras
Rafinesque, 1820[1]
Fjölbreytni
123 tegundir
Tegundir

Sjá texta.

Deroceras er ættkvísl tegunda smárra til miðlungstórra landsnigla í engjasnigilsætt (Agriolimacidae). Þrjár tegundir finnast á Íslandi: engjasnigill (D. agreste), möskvasnigill (D. reticulatum) og mýrasnigill (D. laeve).[2]

Deroceras panormitanum

Flokkun, líffærafræði og annað í líffræði þessarar ættkvíslar var endurskoðuð 2000[3]. Endurskoðun á mökunarhegðun tegundanna var gerð 2007.[4]

Í nýjustu (2000, Wiktor)[3] fræðigreininni um ættkvíslina hafnaði höfundurinn fyrri tilraunum (þar á meðal sínum eigin) á skiptingu í undirættkvíslir (Agriolimax Mörch, 1865, Plathystimulus Wiktor, 1973). Eina undantekningin var að hann skipti upp í Liolytopelte sem undirættkvísl vegna einkennandi harðrar plötu innan í getnaðarliminum; allar aðrar tegundir eru í undirættkvíslinni Deroceras.

Það eru að minnsta kosti 123 tegundir í ættkvíslinni Deroceras.[3]

Subgenus Deroceras Rafinesque, 1820

Subgenus Liolytopelte Simroth, 1901

Mikilvægi gagnvart mönnum

[breyta | breyta frumkóða]

Alnokkrar tegundir eru taldar meindýr í landbúnaði og garðyrkju, þar á meðal Deroceras reticulatum, Deroceras invadens, Deroceras agreste og Deroceras laeve.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Rafinesque, C. S. (1820). Annals of nature or annual synopsis of new genera and species of animals, plants, &c. discovered in North America. First annual number, for 1820. pp. 1-16. Lexington
  2. Engjasnigilsætt Geymt 8 ágúst 2018 í Wayback Machine Náttúrufræðistofnun Íslands
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Wiktor, A. (2000). Agriolimacidae (Gastropoda: Pulmonata): a systematic monograph. Annales Zoologici 49: 347-590. abstract
  4. Reise, H. (2007). „A review of mating behavior in slugs of the genus Deroceras (Pulmonata: Agriolimacidae)“. American Malacological Bulletin. 23: 137–156. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júlí 2011. Sótt 2. september 2018.
  5. South, A. (1992). „Terrestrial Slugs: Biology, Ecology and Control“. London: Chapman & Hall.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.