Deroceras | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Fjölbreytni | ||||||||||||||||
123 tegundir | ||||||||||||||||
Tegundir | ||||||||||||||||
Sjá texta. |
Deroceras er ættkvísl tegunda smárra til miðlungstórra landsnigla í engjasnigilsætt (Agriolimacidae). Þrjár tegundir finnast á Íslandi: engjasnigill (D. agreste), möskvasnigill (D. reticulatum) og mýrasnigill (D. laeve).[2]
Flokkun, líffærafræði og annað í líffræði þessarar ættkvíslar var endurskoðuð 2000[3]. Endurskoðun á mökunarhegðun tegundanna var gerð 2007.[4]
Í nýjustu (2000, Wiktor)[3] fræðigreininni um ættkvíslina hafnaði höfundurinn fyrri tilraunum (þar á meðal sínum eigin) á skiptingu í undirættkvíslir (Agriolimax Mörch, 1865, Plathystimulus Wiktor, 1973). Eina undantekningin var að hann skipti upp í Liolytopelte sem undirættkvísl vegna einkennandi harðrar plötu innan í getnaðarliminum; allar aðrar tegundir eru í undirættkvíslinni Deroceras.
Það eru að minnsta kosti 123 tegundir í ættkvíslinni Deroceras.[3]
Subgenus Deroceras Rafinesque, 1820
Subgenus Liolytopelte Simroth, 1901
Alnokkrar tegundir eru taldar meindýr í landbúnaði og garðyrkju, þar á meðal Deroceras reticulatum, Deroceras invadens, Deroceras agreste og Deroceras laeve.[5]