Fearless (Taylor's Version) er fyrsta endurupptaka bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var gefin út 9. apríl 2021 af Republic Records. Hún er hluti af verkefni Swift að taka upp eldri plötur til að eignast réttinn af allri tónlistinni sinni á ný eftir að hann var seldur af Big Machine Records árið 2019. Fearless (Taylor's Version) samanstendur af lögum af annarri plötu Swift, Fearless (2008), smáskífunni „Today Was a Fairytale“ fyrir kvikmyndina Valentine's Day, og sex lögum sem höfðu ekki verið gefin út áður, titluð „From the Vault“.
Fearless (Taylor's Version) er kántrí popp plata sem á má heyra órafmögnuð hljóðfæri, eins og gítara, banjó, fiðlur, og strengjahljóðfæri. Textar laganna fjalla um tilfinningar Swift um ást og ástarsorg sem unglingur. Swift og Christopher Rowe sáu um upptökustjórn. Útsetning plötunnar er eins og á upprunalegu plötunni, en hljóðfærin og söngurinn skýrari og vandaðri. Jack Antonoff og Aaron Dessner unnu með Swift í að framleiða „vault“ lögin. Söngvararnir Maren Morris og Keith Urban koma fram á tveim þeirra.
Á undan útgáfu plötunnar komu út lögin „Love Story (Taylor's Version)“ sem var aðal smáskífa plötunnar Fearless, „You All Over Me“ og „Mr. Perfectly Fine“. Fearless (Taylor's Version) komst í fyrsta sæti vinsældalista í Ástralíu, Kanada, Nýja-Sjálandi, Bretlandi, og Bandaríkjunum. Umræða Fearless (Taylor's Version) í fjölmiðlum vakti athygli á meðhöndlun eignarrétta tónlistarmanna í bransanum.