Germanska Heiðingjasambandið

Germanska heiðingjasambandið (einnig sam-germanska heiðingjasambandið eða Allgermanische Heidnische Front (AHF)) var alþjóðleg hreyfing sem aðhylltist sérstæða heimspeki sem hún sótti í norræna Ásatrú og það sem hefur verið kallað þjóðbundin heiðni. Sambandið kallaði stefnu sína og heimsýn Óðalshyggju[heimild vantar]. Það hefur löngum loðað við sambandið sú trú að meðlimir þess séu nýnasistar og kynþáttahatarar, en þessum fullyrðingum hefur verið harðlega andmælt af meðlimum sambandsins.

Árið 1993 var stofnað hið Norska heiðingjasamband (Norsk Hedenske Front), en það þróaðist fljótlega yfir í Germanska heiðingjasambandið eftir því sem það óx of dafnaði og fleiri þjóðbundnir heiðnir hópar víðsvegar úr Evrópu vildu taka þátt í sambandinu.

Þjóðverjar stofnuðu þýska heiðingjaflokkinn innan sambandsins árið 1998 og hefur því verið haldið fram að hinn alræmdi þýski nýnasisti Hendrik Möbus hafi verið innvinklaður í hann[heimild vantar]. Árið 2001 höfðu verið stofnaðir hópar eða innan sambandsins í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Danmörku, Hollandi, Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi og Flæmingjalandi.

Norski drungarokkarinn og heiðni öfgasinninn Varg Vikernes hefur verið bendlaður við sambandið og því verið ranglega haldið fram að hann sé stofnandi þess. Árið 2009 leiðrétti Vikernes þær sögusagnir í viðtali við norska fréttamiðilinn Dagbladet: „Ég hef aldrei stofnað né verið meðlimur í slíku sambandi“[1]. Þeim sögusögnum að Vikernes hafi verið leiðtogi sambandsins var komið af stað af antí-fasista tímaritinu Monitor. Í öðru viðtali segir Vikernes:

Norska heðingjasambandið hefur sætt stöðugum ofsóknum í Noregi af hálfu antífa hópa og Monitor, sem hvað eftir annað hafa haldið því fram að sambandið sé nýnasistahópur og ég sé leiðtogi hans, og þar eftir götum. Norska heiðingjasambandið hefur mörgum sinnum sagt þeim að ég sé ekki leiðtogi sambandsins, en þeir héldu bara áfram að fullyrða að svo væri. Meira að segja leynilögreglan hélt því fram að ég væri leiðtogi sambandsins og yfirheyrðu einn meðlim þess ... hann tilkynnti þeim að ég væri ekki leiðtogi sambandsins, en þeir neituðu að hlusta á það og treystu bara á sína heimildarmenn.[2]

Germanska heiðingjasambandið lagði niður starfsemi sína (opinberlega allavega) árið 2006.[3] Í dag hafa vefsíður þeirra verið lagðar niður líka.

Hugmyndafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Germanska heiðingjasambandið var á sínum tíma sakað um nýnasisma, gyðingahatur og að aðhyllast hugmyndafræði sem gengur út á yfirburði hins hvíta kynþáttar.[4][5][6]. Ásakarnar komu frá skýrslu sem kom út árið 2001 gefin út af Stephen Roth stofnuninni, stofnun staðsettri í Ísrael og segist sérhæfa sig í rannsóknum á antísemitisma og rasisma í nútíma samfélagi. Stofnunin lýsir sænska heiðingjaflokknum sem „myndbirtingu nasistafélags, sem byggist upp á ásatrú og sé andsnúið kristni og gyðingdómnum“.[7]

En fjölmargir kaflar á vefsíðum þeirra og hópar innan Germanska heiðingjasambandisns fullyrtu að sambandið hafni öllum útlendingahatri, kynþáttahatri og ofbeldi tengdu slíku.

Engu að síður sagðist sambandið vera andsnúið kristni, íslam og gyðingdómnum á trúarlegum grundvelli á norrænum slóðum. Sambandið aðhylltist þjóðernissinnuð viðhorf, gegnum þjóðbundna heiðni og sérstaka lífsýn sem kallast óðalshyggja. Uppruni þessarar hugmyndafræði er óljós en Varg Vikernes sagði sjálfur að hann aðhyllist sömu hugmyndafræði.[8]

Óðalshyggja

[breyta | breyta frumkóða]

Óðalshyggja er sérstök trú sem virðist samblanda umhverfisstefnu, þjóðernishyggju og norrænni goðafræði. Nafnið er dregið frá germönsku rúninni Oþila. Norræna orðið „óðal“ þýðir í einfaldri skilgreiningu arfleið, ættgöfgi, skyldmenni eða föðurland. Germanska rúnin Oþila á að standa fyrir arfleið og ættgöfga sem gefur til kynna svipaða táknfræði. „Óðalshyggja táknar virðingu og heilagt samband við móðir náttúru, ást á germönsku guðunum og gyðjunum og tryggð við ætt þína.“[9]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Midtskogen, Rune (4. júlí 2009). „«Greven» angrer ingenting“ ["The Count" regrets nothing] (Norsk). Sótt 25. ágúst 2009.
  2. „Ritað viðtal við Varg Vikernes“. 12. ágúst 2004. Sótt 29. ágúst 2009.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júlí 2011. Sótt 23. janúar 2011.
  4. Searchlight Magazine: Nazi black metal leader arrested in the US
  5. „Turn It Down“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2007. Sótt 23. janúar 2011.
  6. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. nóvember 2007. Sótt 23. janúar 2011.
  7. „Antisemitism Worldwide 2000/1 - Sweden“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. nóvember 2011. Sótt 23. janúar 2011.
  8. "A Burzum Story: Part VII - The Nazi Ghost" http://www.burzum.org/eng/library/a_burzum_story07.shtml July 2005 accessed Jan. 20, 2009
  9. [1]