Grímur Skútuson (d. 1321) var norskur munkur sem var vígður til biskups í Skálholti en komst aldrei til Íslands. Hann var áður munkur af Benediktsreglu og ábóti í Hólmi.
Raunar má segja að ekki hafi gengið vel að koma eftirmanni Árna Helgasonar á biskupsstól því að eftir að hann dó var prestur að nafni Ormur Þorsteinsson kosinn og fór hann út með skipi um sumarið til að taka vígslu. Hann dó í Noregi um veturinn óvígður. Þá var Ormur nokkur Steinsson kosinn í hans stað en hann var tregur til, fór í suðurgöngu til Rómar og dó á leiðinni. Það var ekki fyrr en lát hans fréttist til Noregs sem Grímur var kosinn og vígður en hann dó um vorið eða sumarið 1321 á meðan beðið var eftir siglingu til Íslands. Þótt hann væri ekki biskup nema þrjá mánuði tókst honum að eyða drjúgu fé úr sjóðum Skálholtsstóls í kveðjuveislur sínar. Þess vegna var hann kallaður Skurð-Grímur og er stundum ekki talinn með í biskuparöðinni.
Fyrirrennari: Árni Helgason |
|
Eftirmaður: Jón Halldórsson |