Guðmundur Andri Thorsson

Guðmundur Andri Thorsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2017 2021  Suðvestur  Samfylking
Persónulegar upplýsingar
Fæddur31. desember 1957 (1957-12-31) (67 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurSamfylkingin
MakiIngibjörg Eyþórsdóttir
Börn2
MóðirMargrét Indriðadóttir
FaðirThor Vilhjálmsson
StarfRithöfundur
Æviágrip á vef Alþingis

Guðmundur Andri Thorsson (fæddur 31. desember 1957) er íslenskur rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður. Hann er sonur Thors Vilhjálmssonar rithöfundar og konu hans Margrétar Indriðadóttur fréttastjóra Útvarpsins.

Guðmundur Andri lauk stúdentsprófi frá MS árið 1978 og BA-prófi í íslensku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1983. Á árunum 1983-1985 stundaði hann nám til cand.mag.-prófs í íslenskum bókmenntum við HÍ.

Guðmundur Andri hefur starfað sem blaðamaður, gagnrýnandi, ritstjóri og þáttagerðarmaður. Hann er var ritstjóri bóka hjá Forlaginu og ritstýrði jafnframt Tímariti Máls og menningar. Hann er söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Spaða.

Fyrsta skáldsaga hans, Mín káta angist, kom út árið 1988 og síðan hefur hann sent frá sér nokkrar skáldsögur og hlotið fyrir þær ýmsar viðurkenningar. Meðal annars var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Íslenska drauminn 1991, Íslandsförina 1996 og Sæmd 2013. Valeyrarvalsinn var lögð fram til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2012 og hefur verið þýdd á dönsku, norsku, frönsku og þýsku. Árið 2013 hlaut Guðmundur Andri verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Hann hefur einnig þýtt allmargar bækur, skrifað formála og annast ritstjórn ýmissa bóka. Árið 2008 hlaut hann barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur fyrir þýðingu sína á Bangsímon eftir A.A. Milne.

Guðmundur Andri var kjörinn á Alþingi fyrir Samfylkinguna í alþingiskosningunum árið 2017 en náði ekki endurkjöri í kosningunum að fjórum árum liðnum.

Helstu verk

[breyta | breyta frumkóða]
  • Mín káta angist, skáldsaga, 1988.
  • Íslenski draumurinn, skáldsaga, 1991.
  • Íslandsförin, skáldsaga, 1996.
  • Ég vildi að ég kynni að dansa, greinar, 1998.
  • Náðarkraftur, skáldsaga, 2003.
  • Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku, skáldsaga eftir Marina Lewycka, úr ensku, 2006
  • Tveir húsvagnar, skáldsaga eftir Marina Lewycka, úr ensku, 2007
  • Segðu mömmu að mér líði vel, skáldsaga, 2008.
  • Valeyrarvalsinn, sagnasveigur, 2011.
  • Sæmd, skáldsaga, 2013
  • Og svo tjöllum við okkur í rallið : bókin um Thor, ævisaga, 2015
  • Hæg breytileg átt, ljóð, 2016
  • „Guðmundur Andri Thorsson. Á Bókmenntavefnum, skoðað 15. janúar 2012“.