Guðrún Bjerring Parker (fædd 16. mars, 1920 í Winnipeg, látin 9. desember 2022) var kanadísk og vestur-íslensk kvikmyndargerðarkona. Hún hlaut heiðursorðu Kanada fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar.
Foreldrar Guðrúnar voru þingeysk, frá Húsavík og Mývatnsssveit. Guðrún starfaði sem blaðamaður og gerði heimildarmyndir samhliða því, meðal annars um vinnandi mæður og kynjahlutverkin.[1]
Parker skrifaði handritið fyrir myndina The Stratford Adventure (1954) sem tilnefnd var til óskarsverðlauna og hlaut verðlaun sem besta myndin í Kanada. Hún leikstýrði myndinni Royal Journey (1951) sem hlaut BAFTA-verðlaun.
Guðrún Parker giftist kvikmyndagerðarmanninum Morten Parker. Þau stofnuðu framleiðslufyrirtækið Parker Film Associates.