Hreyfingin

Merki flokksins

Hreyfingin var íslenskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður 18. september 2009 eftir klofning úr Borgarahreyfingunni. Borgarahreyfingin hafði upprunalega fengið fjóra þingmenn eftir kosningar 2009 en var án þingmanns eftir þennan klofning og sameinaðist því Borgarahreyfingin Hreyfingunni formlega árið 2010. Hreyfingin var formlega lögð niður 18. nóvember 2013 og sameinaðist Dögun ásamt Frjálslynda flokknum. Dögun bauð fram í kosningnum 2013, 2016 og 2017 en náði inn engum þingmanni og var formlega lögð niður árið 2021. Þá gekk Dögun til liðs við Flokk fólksins árið 2021. Árið 2013 tók Birgitta Jónsdóttir þátt í stofnun Pírata og var þingmaður flokksinst til 2017. Margrét Tryggvadóttir leiddi lista Dögunnar í kosningunum 2013. Árið 2021 gekk Birgitta Jónsdóttir til liðs við Sósíalistaflokk Íslands og Þór Saari, þriðji þingmaður Hreyfingarinnar leiddi lista Sósíalista í þingkosningunum 2021.

Þingmenn Hreyfingarinnar voru:

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.