Alexander Minto Hughes (2. maí 1945 – 13. mars 1998), betur þekktur sem Judge Dread, er enskur reggí- og skatónlistarmaður. Hann var fyrsti hvíti tónlistarmaðurinn sem komst með reggílag á vinsældarlista á Jamaíku. Textar hans einkennast af tvíræðni og kynferðislegum vísunum. BBC hefur bannað fleiri lög eftir hann en nokkurn annan tónlistarmann.
Hughes fór fyrst að fást við tónlist eftir að hann kynntist skatónlistarmönnunum Derrick Morgan og Prince Buster þar sem hann vann sem útkastari á næturklúbbum í Brixton. Hann fékkst líka við glímu og vann sem lífvörður. Fyrsta smáskífa hans, Big Six, kom út 1972. Heitið vísar í lag eftir Prince Buster, „Big 5“, frá 1969. Sviðsnafn Hughes er líka fengið úr lagi eftir Prince Buster frá 1967.
Hughes lést eftir að hafa fengið hjartaáfall á sviði í Canterbury.