Juniperus lutchuensis | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Juniperus lutchuensis Koidz. |
Juniperus lutchuensis (Ryukyu Islands juniper; Japanska: オキナワハイネズ Okinawa-hainezu; syn. Juniperus taxifolia var. lutchuensis (Koidz.) Satake) er tegund af eini, frá Ryukyu-eyjum, Izu Ōshima og aðliggjandi strönd Shizuoka héraðs í Japan.[1][2]
'Juniperus lutchuensis er sígrænn runni að 1 til 3 m á hæð. Nálarnar er u þrjár í hvirfingu, ljósgrænar, 7 til 14mm langar og 1 til 1,5mm breiðar, með tvöfalda hvíta loftaugarák ofantil. Hann er einkynja, með plöntur annaðhvort karlkyns eða kvenkyns.
Berkönglarnir eru grænir og þroskast á 18 mánuðum, þá purpurabrúnir; þeir eru kúlulaga, 8 til 9mm í þvermál, og eru með þrjár eða sex samvaxnar hreisturflögur í einni eða tvemur hvirfingum af þremur; þrjár stærstu hreisturflögurnar eru með stakt fræ. Fræin dreifast þegar fuglar éta berkönglana. Frjókönglarnir eru gulir, 5mm langir.[1]
Sumir höfundar[3] meðhöndla hann sem samnefni af Juniperus taxifolia frá Bonin eyjum, meðan aðrir líta á hann sem afbrigði af honum, Juniperus taxifolia var. lutchuensis.[2] Það er líklega best að meðhöndla hann sem sjálfstæða tegund þar sem hann hefur aðgreindan DNA profíl greinilega frábrugðinn J. taxifolia.[1]
Verndunarstaða hans er óviss (skortur á upplýsingum) en hann er sjaldgæfur og gæti verið í hættu.[1][2]