Oddný Eir Ævarsdóttir (f. 28. desember 1972) er íslenskur rithöfundur og heimspekingur sem hefur skrifað fjölda greina um myndlist. Eftir hana hafa komið út fjórar skáldsögur, Opnun kryppunnar: brúðuleikhús 2004, Heim til míns hjarta: ilmskýrsla 2009, Jarðnæði 2011 og Ástarmeistarinn: blindskák, allar hjá Bjarti. Oddný hlaut Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, fyrir Jarðnæði.