Ormus

Búningar frá Ormus á 17. öld.

Ormus (Ormuz, Ohrmuzd, Hormuz, Ohrmazd) var konungsríki við Persaflóa, við Hormuz-sund, frá 1200 til 1600. Höfuðstaður ríkisins með sama nafn, lá á eynni Hormuz, var mikilvægur verslunarstaður á verslunarleiðinni til Indlands með einni af mikilvægustu höfnunum í Mið-Austurlöndum.

Með því að stjórna þrælaverslun milli Arabíuskaga, Afríku og Persíu var unnt að setja á stofn borgríki á 13. öld.

Frá 1515 til 1622 höfðu Portúgalir stjórn yfir staðnum. Óman nær þar yfirráðum um miðja 17. öld og síðar lenti það undir persneska kónginum.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.