Scott Soames | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 1946 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar |
Skóli/hefð | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu ritverk | Understanding Truth; Beyond Rigidity; Reference and Description |
Helstu kenningar | Understanding Truth; Beyond Rigidity; Reference and Description |
Helstu viðfangsefni | málspeki, merkingarfræði |
Scott Soames (f. 1946) er prófessor í heimspeki við University of Southern California. Hann fæst einkum við málspeki og sögu rökgreiningarheimspekinnar. Soames er þekktur fyrir að verja og útfæra frekar kenningar Saul Kripke, fyrrum starfsbróður síns við Princeton-háskóla, og fyrir að vera einn helsti málsvari tvígildiskenninga um merkingu.
Scott Soames fæddist árið 1946. Hann stundaði nám í heimspeki við Stanford University en hélt til Massachusetts í framhaldsnám þar sem hann nam heimspeki og málvísindi við Massachusetts Institute of Technology (MIT). Hann lauk doktorsgráðu í heimspeki ári 1976.
Soames kenndi við Yale University (1976-1980) og Princeton University (1980-2004). Soames kennir nú við heimspekideild University of Southern California.