Stöðvarfjörður | |
---|---|
![]() Frá Stöðvarfirði | |
![]() | |
Hnit: 64°50′0″N 13°52′26″V / 64.83333°N 13.87389°V | |
Land | Ísland |
Landshluti | Austurland |
Kjördæmi | Norðaustur |
Sveitarfélag | Fjarðabyggð |
Mannfjöldi (2024)[1] | |
• Samtals | 182 |
Heiti íbúa | Stöðfirðingar[2] |
Póstnúmer | 755 |
Vefsíða | fjardabyggd |
Stöðvarfjörður er þorp á sunnanverðum Austfjörðum og stendur við samnefndan fjörð. Íbúar þar voru 182 árið 2024. Stöðvarfjörður er hluti af sveitarfélaginu Fjarðabyggð.
Þéttbýlið á Stöðvarfirði má rekja til ársins 1896 þegar Carl Guðmundsson hóf verslunarrekstur þar. Sjávarútvegur hefur verið helsti atvinnuvegur þorpsins en störfum hefur þó fækkað mikið undanfarið.[3]