Taxus floridana

Taxus floridana

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: (Pinales)
Ætt: Ýviðarætt (Taxaceae)
Ættkvísl: Taxus
Tegund:
T. floridana

Tvínefni
Taxus floridana
Nutt. ex Chapm.
Útbreiðslusvæði Taxus floridana
Útbreiðslusvæði Taxus floridana

Flórídaýviður (fræðiheiti: Taxus floridana)[2] er tegund af ýviði, takmarkaður við lítið svæði, undir 10 km², austan við Apalachicola River í Norður-Flórída í 15–40 m hæð yfir sjávarmáli. Hann er skráður í í mikilli útrýmingarhættu.[3][4][5] Hann er verndaður á náttúruverndarsvæði í Torreya State Park og í "Nature Conservancy's Apalachicola Bluffs and Ravines Preserve", og nýtur að auki verndar samkvæmt alríkislögum og fylkislögum (Flórídafylki).

Þetta er sígrænn runni eða tré, allt að 6 m hár (einstaka sinnum 10 m), með stofn sem verður að 38 cm í þvermál. Börkurinn er þunnur, hreistraður og fjólubrúnn. Sprotarnir eru fyrst grænir, en verða brúnir eftir 3 til 4 ár. Barrnálarnir eru þunnar, flatar, íbognar, 1–2,9 cm langar og 1-2 mm breiðar, gormstæðar á hverjum sprota fyrir sig, en svo sveigt svo þær virðast vera í tveimur röðum á öllum sprotum nema toppsprotum. Plönturnar eru yfirleitt í hópum og eru yfirleitt margstofna með misgildum stofnum. Plönturnar eru einkynja (annaðhvort karl- eða kven- plöntur), kvenplönturnar koma með staka, mjúka, rauða berköngla, 1 cm í þvermál, með eitt brúnt fræ, 5–6 mm langt. Karlkönglarnir eru hnattlaga, 4 mm í þvermál, og vaxa neðan á sprotunum snemma vors.[4][6][7]

Flórídaýviður kemur fyrir á sama svæði og hin enn sjaldgæfari Torreya taxifolia, og er almennt svipaður í útliti, en þekkist á styttra, snubbóttu (ekki yddu) barri og daufari lykt af mörðum nálunum. Greining frá öðrum ýviðartegundum er erfiðari, og eins og flestir ýviðir hefur hann verið greindur sem undirtegund af Taxus baccata, sem T. baccata subsp. floridana (Nutt. ex Chapm.) Pilger.[8]

Vistfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Taxus floridana vex hægt, kýs ísúran jarðveg og hálfskugga í norðurhlíðum og er mjög viðkvæmur fyrir eldi. Mögulegir áhrifavaldar á útbreiðslu tegundarinnar eru jarðvegsraki, staða mót sól, jarðvegssamsetning og efnainnihald í jarðvegi. Engin einkennistegund (sem gæti sýnt hvað er takmarkandi) er tengd við hann.[7][9] Hann er harðger að "Hardiness zone USDA" 8. Hægt er að rækta hann af fræi eða græðlingum. Fræið þarf helst að rispast til að spíra.[7][10]

Dádýr (Odocoileus virginianus) nudda sér við stofna og greinar og bíta sérstaklega smágreinar, bjórar naga hann, og einnig stendur áframhaldandi tilveru hans ógn af því að hann vex nálægt skógarhöggssvæðum, byggingum og ræktarlandi.[7][10] Einkum eru það nokkrir lundir á óvernduðum einkalöndum, sem eru sérstaklega viðkvæmir.[11]

Börkurinn inniheldur paklítaxel, sem er "mitotic inhibitor" (efni sem hindrar frumuskiptingu) og er notað gegn ýmsum gerðum krabbameins. Fræ og blöð eru eitruð mönnum og dýrum.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Spector, T.; Thomas, P. & Determann, R. (2011). Taxus floridana. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2011: e.T30965A9584928. doi:10.2305/IUCN.UK.2011-2.RLTS.T30965A9584928.en. Sótt 10. nóvember 2017.
  2. USDA, NRCS (n.d.). Taxus floridana. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 8. desember 2015.
  3. Conifer Specialist Group 1998 (2007). „Taxus floridana“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2007. Sótt 18. nóvember 2007.
  4. 4,0 4,1 Flora of North America: Taxus floridana Geymt 30 september 2007 í Wayback Machine
  5. Kurz, Herman (1927). „A NEW AND REMARKABLE HABITAT FOR THE ENDEMIC FLORIDA YEW“. Torreya. 27: 90–92.
  6. Rushforth, K. (1987). Conifers. Helm ISBN 0-7470-2801-X.
  7. 7,0 7,1 7,2 7,3 „Taxus floridana“. www.fs.fed.us. Sótt 14. nóvember 2016.
  8. Farjon, A. (1998). World Checklist and Bibliography of Conifers. Royal Botanic Gardens, Kew ISBN 1-900347-54-7.
  9. „The Distribution of Tree Species in Steepheads of the Apalachicola River Bluffs, Florida“. The Journal of the Torrey Botanical Society. doi:10.2307/2997244.
  10. 10,0 10,1 „Taxus floridana (Florida Yew)“. www.iucnredlist.org. Sótt 14. nóvember 2016.
  11. „Florida yew | United States Botanic Garden“. www.usbg.gov. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. nóvember 2016. Sótt 23. nóvember 2016.
  Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.