Treasure Island (eyja)

Loftmynd af Treasure Island og Yerba Buena Island.

Treasure Island er gervieyja í San Francisco flóa milli San Francisco og Oakland. Hún var gerð árið 1939 fyrir heimssýninguna í San Francisco. Treasure Island er tengd við aðra eyju, Yerba Buena Island, með þunnri landræmu.

Eyjan er algjörlega innan borgarmarka San Francisco.

Í Seinni Heimstyrjöldinni var eyjan notuð sem flotastöð af bandaríska sjóhernum. Hún er enn í eigu sjóhersins, þótt stöðin hafi verið lögð niður árið 1996.

  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.