Tyrkneskur vatnakrabbi

Tyrkneskur vatnakrabbi
Tyrkneskur vatnakrabbi
Tyrkneskur vatnakrabbi
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Ætt: Astacidae
Ættkvísl: Astacus
Tegund:
A. leptodactylus

Tvínefni
Astacus leptodactylus

Tyrkneskur vatnakrabbi (fræðiheiti: Astacus leptodactylus) einnig þekktur sem Dónárvatnakrabbi er vatnakrabbi í flokki stórkrabba. Eins og nafnið gefur til kynna þá er krabbann helst að finna í köldum vötnum, ám og tjörnum. Tyrkneski vatnakrabbinn kemur upphaflega frá Kaspíahafi en hann finnst í mörgum löndum í Austur-Evrópu og Vestur-Asíu, m.a. í Bretlandi, Tyrklandi, Austurríki og Rússlandi, auk fleiri landa. Krabbinn þolir töluverðar hitastigsbreytingar, auk þess að þolir að vera í lágum súrefnisstyrk og saltstyrk upp í allt að 21 ppt. Hann er alæta og nærist því bæði á jurtum og kjöti.

Kjöt tyrkneska vatnakrabbans er mjög safaríkt, fitusnautt og próteinríkt. Hann var fyrst kynntur fyrir veitingastöðum í Bretlandi í kringum árið 1970, og hefur síðan fundist á ákveðnum svæðum í Suðaustur-Englandi eftir að hafa hafa sloppið eða verið sleppt í villt umhverfið þar sem þeir hafa fjölgað sér og orðið að stórum ágengum stofnum.

Útlit og vöxtur

[breyta | breyta frumkóða]

Tyrkneski vatnakrabbinn hefur speglaðan búk, en hann skiptist í grófum dráttum í höfuðbol og afturbol. Á höfuðbolnum hefur hann höfuð með tvö augu ásamt tveimur löngum þreifurum og munnlimum. Þar má einnig finna tvö pör af löngum, mjóum klóm sem einkenna hann, en þær eru grófar á yfirborðinu og minna helst á tvo fingur. Auk klóna má finna fjögur pör af útlimum á höfuðbolnum. Á afturbolnum hefur hann hala með sundblöðkum, en undir halanum geymir hann eggin þegar hann hrygnir. Algengast er að vatnakrabbinn sé um 15 cm að lengd, en hann getur þó orðið allt að 30 cm langur. Hann er yfirleitt fölgulur eða fölgrænn að lit, jafnvel dökk grænn eða blár. Útlimir hans eru yfirleitt appelsínugulir

Vatnakrabbinn verður kynþroska í kring um 3 ára aldurinn þegar þeir hafa náð um það bil 6 cm lengd. Hann hrygnir einu sinni á ári en mökun hefst í október-desember þegar hitastig vatnsins er um 7-12°C og hrygnir kvendýrið um 4-6 vikum seinna. Kvendýrin hrygna þegar þau hafa náð 8-12cm lengd og hrygna þau þá milli 200-400 eggjum. Eggin geyma þau undir sérstökum hala þar sem þau þroskast í 4-5 mánuði. Eggin klekjast svo út á vorin þegar hiti vatnsins hefur hækkað.

Veiði á tyrkneskum vatnakrabba eftir löndum síðustu ár

Tyrkneski vatnakrabbinn var ein helsta hágæða útflutningsvaran hér áður fyrr í Tyrklandi, allt þar til stofninn minnkaði hratt 1984 úr 5000 tonnum niður í allt að 200 tonnum. Þessi háa dánartíðni stafar af því að krabbinn er mjög næmur fyrir mengun annars vegar, og hinsvegar svokallaðari „vatnakrabbaplágu“. Þessi plága lýsir sér þannig að vatnasveppur smitar krabbann, sem í kjölfarið veldur dauða eftir nokkrar vikur.

Síðustu ár hefur Armenía stundað mesta veiði á tyrkneska vatnakrabbanum og er með stærsta hlutann af heildarveiðinni, en aflinn rauk hratt upp frá 2012-2015, þegar aflinn fór úr um 500 tonnum upp í tæp 7500 tonn. 2016 minnkaði aflinn þó aftur og var kominn niður í um 3500 tonn. Auk Armeníu hefur Íran einnig stundað veiðar á vatnakrabbanum síðustu ár, en þeir hafa verið að veiða frá um 50-300 tonn af honum. Búlgaría hefur stundað heldur minni veiðar og verið að veiða frá 1-50 tonn.

  • Alridge, David. (2016, september). Turkish Crayfish.[1]
  • Berber, Seluck and Mazlum, Yavuz. (2009, maí). Reproductive efficiency of the narrow-clawed crayfish, Astacus leptodactylus, in several populations in Turkey.[2]
  • Buglife. (e.d.). Invasive Crayfish Species.[3]
  • Invasive Species. (e.d.). Danube Crayfish.[4]
  • Koca, Seval Bahadir and Uzunmehmetoglu, Estra Argun. (2018, desember). Interactions of season, sex, size on nutrient compostition of freshwater crayfish (Astacus leptodactylus Eschscholtz, 1823) from Lake Egirdir.[5]
  • Nature Spot. (e.d.). Turkish Crayfish- Astacus leptodactylus.[6]
  • O'Connor, Dr. Will. (2014, október). Narrow-Clawed Crayfish.[7]
  1. Turkish Crayfish Geymt 1 desember 2020 í Wayback Machine, Skoðað 1. febrúar 2019.
  2. Reproductive efficiency of the narrow-clawed crayfish, Astacus leptodactylus, in several populations in Turkey, Skoðað 16. febrúar 2019.
  3. Invasive Crayfish Species[óvirkur tengill], Skoðað 1. febrúar 2019.
  4. Danube Crayfish[óvirkur tengill], Skoðað 13. febrúar 2019.
  5. Interactions of season, sex, size on nutrient compostition of freshwater crayfish (Astacus leptodactylus Eschscholtz, 1823) from Lake Egirdir Geymt 27 apríl 2019 í Wayback Machine, Skoðað 16. febrúar 2019.
  6. Astacus leptodactylus, Skoðað 1. febrúar 2019.
  7. Narrow-Clawed Crayfish, Skoðað 13. febrúar 2019.