Tómas Árnason ( 21. júlí 1923 - 24. desember 2014) var íslenskur stjórnmálamaður og lögfræðingur. Hann var alþingismaður frá 1974 til 1984 og sat hann fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra en árið 1985 var hann skipaður seðlabankastjóri.
Tómas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1945, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1949 og stundaði framhaldsnám við Harvard Law School í Bandaríkjunum 1951-1952 og lauk þar prófi í alþjóðaverslunarrétti.
Tómas rak lögmannsstofu á Akureyri frá 1949-1951 og 1952-1953 og var einnig stundakennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar, erindreki framsóknarfélaganna og blaðamaður á Degi. Hann starfaði í utanríkisráðuneytinu frá 1953-1960, var forstöðumaður og deildarstjóri varnarmáladeildar frá 1953 til 1960. Rak lögmannsstofu í Reykjavík ásamt Vilhjálmi Árnasyni bróður sínum frá 1960-1972. Hann var framkvæmdastjóri Tímans frá 1960-1964. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins frá 1972-1978 og 1983-1984. Hann gegndi embætti fjármálaráðherra frá 1978-1979, var viðskiptaráðherra frá 1980-1983 og bankastjóri við Seðlabanka Íslands frá 1985-1993.
Fyrirrennari: Bragi Sigurjónsson |
|
Eftirmaður: Matthías Á. Mathiesen | |||
Fyrirrennari: Matthías Á. Mathiesen |
|
Eftirmaður: Sighvatur Björgvinsson |