Árneshreppur

Árneshreppur
Skjaldarmerki Árneshrepps
Staðsetning Árneshrepps
Staðsetning Árneshrepps
Hnit: 65°58′48″N 21°27′11″V / 65.980°N 21.453°V / 65.980; -21.453
LandÍsland
KjördæmiNorðvesturkjördæmi
ÞéttbýliskjarnarEngir
Stjórnarfar
 • OddvitiEva Sigurbjörnsdóttir
Flatarmál
 • Samtals705 km2
 • Sæti31. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals53
 • Sæti60. sæti
 • Þéttleiki0,08/km2
Póstnúmer
524
Sveitarfélagsnúmer4901
Vefsíðaarneshreppur.is

Árneshreppur er nyrsta sveitarfélagið í Strandasýslu og afskaplega landmikið. Í suðri nær hreppurinn frá Spena undir Skreflufjalli á milli eyðibýlanna Kaldbaks og Kolbeinsvíkur og að norðanverðu að Geirólfsgnúp fyrir norðan Skjaldabjarnarvík.

Árneshreppur er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð. Þar er forn megineldstöð og þykir svæðið afar áhugavert frá sjónarhóli jarðfræðinga. Þar er mikið af fallegum gönguleiðum.

Árneshreppur er stundum nefndur Víkursveit eftir búsældarlegasta hluta sveitarfélagsins, Trékyllisvík, og er það fornt nafn á hreppnum. Trékyllisvík var vettvangur hörmulegra atburða á tímum galdraofsókna á 17. öld, en þar voru þrír galdramenn brenndir árið 1654 í klettagjá sem kallast Kistan. Út af Trékyllisvík, á miðjum Húnaflóa, var háð eina sjóorrusta Íslandssögunnar, Flóabardagi, árið 1244.

Á svæðinu urðu til vísar að þéttbýli á 20. öld í Kúvíkum, Gjögri, Ingólfsfirði og Djúpavík, einkum í tengslum við hákarlaveiðar og síldveiðar, og eru þar miklar menjar um atvinnulíf og mannlíf.

Verslunarstaður er í Norðurfirði. Þar er góð höfn og þaðan eru stundaðar strandveiðar á sumrin.

Á Gjögri er flugvöllur, þaðan er reglulegt áætlunarflug til Reykjavíkur.

Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag Íslands með 53 íbúa 1. janúar 2024.

Jarðir í Árneshreppi árið 1858:

  • Kolbeinsvík
  • Byrgisvík
  • Veiðileysa
  • Kambur
  • Kjós
  • Reykjarfjörður
  • Naustvíkur
  • Kjörsvogur
  • Gjögur
  • Reykjanes
  • Litla Ávík
  • Stóra Ávík
  • Finnbogastaðir
  • Bær
  • Árnes
  • Melar
  • Norðurfjörður
  • Krossnes
  • Fell
  • Munaðarnes
  • Eyri
  • Ingólfsfjörður
  • Seljanes
  • Ófeigsfjörður
  • Drángavík
  • Drángar
  • Skjaldabjarnarvík
  • Halldórstaðir, eyðijörð
  • Reykjarfjarðarverzlunarstaðarlóð

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.