Heiðmörk

Heiðmörk er vinsæll staður til mannfagnaða en þar eru níu áningastaðir.
Heiðmörk.
Við fyrstu gróðursetninguna í Heiðmörk.
Þjóðhátíðarlundur. Stafafura.

Heiðmörk er skógræktar- og friðland við Elliðavatn austan Reykjavíkur. Svæðið er stærsta útivistarsvæði í nágrenni borgarinnar, um það bil 32 ferkílómetrar. Tæplega 90% svæðisins er gróið land og þar af um 20% ræktað skóglendi (m.a. sitkagreni, stafafura og bergfura) og 20% villtur birkiskógur og kjarr.[1] Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með svæðinu og hefur sinnt uppgræðslu þar allt frá stofnun félagsins árið 1946 auk lagningu göngustíga og annarra verka. Göngustígar í Heiðmörk eru nú samtals um 40 kílómetrar að lengd.[2] Heiðmörk var gerð að friðlandi 25. júní 1950 og gaf Sigurður Nordal því núverandi nafn eftir samnefndu fylki í Noregi.[3]

Í Heiðmörk eru níu reitir ætlaðir sem áningastaðir og er þar hægt að spila boltaleiki, tjalda og grilla.[4]

Ríkishringurinn svokallaði er um 12,5 km hringlaga leið um stíga sem mynda heild í gegnum Heiðmörk. Hann er kjörinn til hlaupa, hjólreiða eða jafnvel skíðagöngu þegar aðstæður leyfa.

Fólkvangurinn Rauðhólar eru eftirtektarvert kennileiti í Heiðmörk. Auk þeirra eru þar Gvendarbrunnar og önnur vatnstökusvæði Orkuveitu Reykjavíkur. En engin vatnsföll á svæðinu heldur liggja miklir grunnvatnsstraumar neðanjarðar.

Maríuhellar eru í Heiðmörk norðanverðri.

Hætta er á sinu og skógareldum í Heiðmörk í þurru veðri á vorin. Í maí 2021 brunnu um 6,6% lands á svæðinu. [5]

Fuglalíf í Heiðmörk

[breyta | breyta frumkóða]

Fuglalíf er ríkulegast í og við votlendi eins og vatnasvið Elliðavatns (Elliðavatn, Myllutjörn, Helluvatn, Hraunstúnstjörn, Kirkjuhólmatjörn, Bugða, Hólmsá og Suðurá með Silungapolli) svo og við Vífilsstaðavatn. Þéttleiki fugla er mestur í barrskógi og lúpínu og eru fjórar tegundir algengustu varpfuglarnir hrossagaukur, þúfutittlingur, skógarþröstur og auðnutittlingur. Langmest er af skógarþresti og er hann um 45% allra varpfugla. [6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Kristbjörn Egilsson og Guðmundur Guðjónsson. „Gróður í Heiðmörk“ (PDF). Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt 8. maí 2010.
  2. Skógræktarfélag Reykjavíkur. „Heiðmörk“. Sótt 8. maí 2010.
  3. Norðurferðir. „Heiðmörk“. Sótt 8. maí 2010.
  4. Skógræktarfélag Reykjavíkur. „Áningastaðir og aðstaða“. Sótt 8. maí 2010.
  5. 2 af 30 km2 Heiðmerkur brunnir Vísir.is, skoðað 5/5 2021
  6. Jóhann Óli Hilmarsson, Fuglalíf í Heiðmörk, 2010
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.