Iceland Express

Iceland Express
Rekstrarform ferðaskrifstofa
Slagorð Með ánægju!
Stofnað 2002
Örlög Sameinað WOW air árið 2012
Staðsetning Grímsbæ, Efstalandi 26, Reykjavík
Lykilpersónur Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri
Starfsemi Skipulag áætlunarflugs
Vefsíða http://www.icelandexpress.is, http://www.icelandexpress.com

Iceland Express var íslenskt lággjaldaflugfélag og ferðaskrifstofa sem var í eigu Fengs eignarhaldsfélags en var tekið yfir af WOW air í október 2012.

Fyrirtækið fékk ferðaskrifstofuleyfi á Íslandi frá samgönguráðherra þann 17. desember 2002 og hóf í kjölfar þess starfsemi árið 2003. Árið 2005 festu eigendur Iceland Express kaup á dönsku flugfélögunum Sterling og Maersk Air. Eftir að hafa sameinað þau í eitt seldu þeir FL Group fyrirtækin og fengu í skiptum hlutabréf í FL Group.

23. október 2012 yfirtók fyrirtækið WOW air Iceland Express. Við yfirtökuna tók félagið yfir leiðarkerfi, vörumerki og viðskiptavild.[1] 30. október sama ár sagði svo WOW air öllum starfsmönnum Iceland Express upp störfum ásamt því að rifta samningum við flugrekanda Iceland Express, Holidays Czech Airlines.[2]

Boeing 737-700 flugvél Astreus
Flugvél Hello

Félagið átti hvorki né rak flugvélaflotann sem það notaði auk þess sem það hafði ekki flugmenn í vinnu. Haustið 2008 tók félagið á leigu tvær Boeing 737-700 vélar af Astraeus í stað MD-90 vélanna. 21. nóvember 2011 var Astraeus tekið til slitameðferðar og er henni ekki enn lokið. Um sama leyti gerði Iceland Express samning við tékkneska flugfélagið HOLIDAYS Czech Airlines, sem útvegaði Iceland Express Airbus A320 180 sæta flugvélar. Í febrúar 2012 var síðan gerður nýr samningur milli félagana sem gilti til vorsins 2013.

Félagið leigði þotur frá eftirfarandi flugfélögum:

Áætlun og leiðakerfi

[breyta | breyta frumkóða]

Iceland Express flaug frá Keflavíkurflugvelli til eftirfarandi flugvalla í Evrópu (áætlun 2012):

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]