Ingólfur Örn Margeirsson (f. 4. maí 1948, d. 15. apríl 2011) var íslenskur blaðamaður, rithöfundur og fjölmiðlamaður. Ingólfur vann sem blaðamaður fyrir Alþýðublaðið og Helgarpóstinn. Hann starfaði fyrir RÚV og var um tíma fréttaritari þess í Noregi.
Ingólfur skrifaði ýmsar ævisögur og var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1983 fyrir bókina Lífsjátning.
Ingólfur var þekktur fyrir sérþekkingu sína á Bítlunum og gerði hann útvarpsþætti um hljómsveitina árið 1994. Síðar gerði hann sjónvarpsþætti á RÚV um John Lennon.