Jens Christian Christensen | |
---|---|
Forsætisráðherra Danmerkur | |
Í embætti 14. janúar 1905 – 12. október 1908 | |
Þjóðhöfðingi | Kristján 9. Friðrik 8. |
Forveri | Johan Henrik Deuntzer |
Eftirmaður | Niels Neergaard |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 21. nóvember 1856 Påbøl, Jótlandi, Danmörku |
Látinn | 19. desember 1930 (74 ára) Hee, Jótlandi, Danmörku |
Þjóðerni | Danskur |
Stjórnmálaflokkur | Venstre |
Háskóli | Gedved Seminarium |
Starf | Kennari, stjórnmálamaður |
Jens Christian Christensen eða J.C. Christensen (21. nóvember 1856 – 19. desember 1930) var danskur kennari og stjórnmálamaður sem gegndi stöðu forsætisráðherra Danmerkur frá 1905-08.
J.C. Christensen fæddist á Jótlandi. Hann var af bændafólki kominn og hóf ungur að vinna hefðbundin landbúnaðarstörf. Hann þótti góður námsmaður en naut þó ekki langrar skólagöngu. Að námi loknu gerðist hann kennari og tók þátt í sveitastjórnarmálum.
Hann var kjörinn á þing árið 1890 og skipaði sér í sveit með frjálslyndari armi Venstre sem leiddur var af Christen Berg. Hópurinn barðist gegn tilraunum hófsamari meðlima Venstre til að starfa með Hægriflokknum. Berg lést árið 1891 og tók J.C. Christensen við leiðtogahlutverkinu í hópnum. Árið 1895 varð hann formaður fjárlaganefndar þingsins, sem gerði ríkisstjórnum þeirra ára lífið leitt en þær höfðu ekki meirihluta í neðri deild þingsins.
Árið 1897 varð hann formaður Venstrereformpartiet, frjálslynds flokksbrots úr Venstre sem stofnað var tveimur árum fyrr. Hreyfingin aðhylltist friðarstefnu og var J.C. Christensen jafnframt um tíma formaður dönsku friðarsamtakanna.
Þegar þingræði var tekið upp í Danmörku árið 1901 varð J.C. Christensen ráðherra kirkju- og menntamála í stjórn Deuntzer og var hann í raun talinn hinn raunverulegi foringi stjórnarinnar. Á þessum árum voru gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi skóla- og kirkjumála.
Í ársbyrjun 1905 tók J.C. Christensen við embætti forsætisráðherra. Valdatíð hans varð þó skemmri en ætlað var því árið 1908 varð stjórn hans að segja af sér vegna Alberti-hneykslismálsins. Síðar gegndi hann öðrum ráðherraembættum og beitt sér m.a. fyrir nýrri löggjöf um varnarmál. Hann varð síðast kirkjumálaráðherra í stjórn Neergaard 1920-22.
Fyrirrennari: Johan Henrik Deuntzer |
|
Eftirmaður: Niels Neergaard |