Lisbeth Palme

Lisbeth Palme, 2016.

Lisbeth Palme, (fullt nafn: Anna Lisbeth Christina Palme fædd 14. mars, 1931, látin 18. október, 2018.) var sænskur sálfræðingur og kona Olofs Palme, fyrirverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986 í Stokkhólmi.

Hún og Olof voru skotin með 357. sexhleypu á leiðinni úr kvikmyndahúsi. Hún fékk skot í öxlina og lifði það af, en hann fékk skot í bakið og dó. Sá grunaði hét Christer Pettersson, Lisbeth sagðist þekkja hann og lét handtaka hann í desember 1988. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi af héraðsdómi en var síðan sýknaður af hæstarétti eftir áfrýjun og dó í september árið 2004 af völdum heilablæðinga.[1]

Lisbeth var barnasálfræðingur og vann meðal annars fyrir UNICEF.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Atli Þór Egilsson (28. febrúar 2016). „Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme“. RÚV. Sótt 10. júní 2020.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.