Ragnar Arnalds | |
Fæðingardagur: | 8. júlí 1938 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Reykjavík |
Dánardagur: | 15. september 2022 (84 ára) |
Flokkur: | Vinstrihreyfingin – grænt framboð |
Þingsetutímabil | |
1963-1967 | í Landskj. fyrir Alþb. |
1971-1974 | í Norðurl. v. fyrir Alþb. |
1974-1978 | í Norðurl. v. fyrir Alþb. |
1978-1979 | í Norðurl. v. fyrir Alþb. ✽ |
1979-1983 | í Norðurl. v. fyrir Alþb. ✽ |
1983-1987 | í Norðvest. fyrir Alþb. |
1987-1991 | í Norðvest. fyrir Alþb. ✽ |
1991-1995 | í Norðvest. fyrir Alþb. |
1995-1999 | í Norðvest. fyrir Alþb. |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
1978-1979 | Menntamálaráðherra |
1978-1979 | Samgönguráðherra |
1995-1999 | |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis |
Ragnar Arnalds (f. 8. júlí 1938, d. 15. september 2022) var íslenskur rithöfundur, alþingismaður og fyrrum menntamála- og samgönguráðherra og fjármálaráðherra Íslands. Hann sat á þingi á árunum 1963-67 og svo 1971-99, samanlagt 32 ár. Hann var formaður Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, á árunum 2002-09, sat í bankaráði Seðlabanka Íslands og var virkur innan VG.
Ragnar útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958 og vann sem kennari við Gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði í eitt ár. Ragnar var ritstjóri Frjálsrar þjóðar, tímarits sem barðist gegn veru hermanna á Íslandi. Hann fluttist til Svíþjóðar þar sem hann stundaði nám í bókmenntum og heimspeki á árunum 1959-61. Hann sneri svo aftur heim og útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands 1968. Hann var formaður Alþýðubandalagsins 1968-77 og skólastjóri við barna- og unglingaskólann í Varmahlíð í Skagafirði 1970-72.
Fyrirrennari: Sighvatur Björgvinsson |
|
Eftirmaður: Albert Guðmundsson | |||
Fyrirrennari: Vilhjálmur Hjálmarsson |
|
Eftirmaður: Ingvar Gíslason | |||
Fyrirrennari: Halldór E. Sigurðsson |
|
Eftirmaður: Steingrímur Hermannsson |