Sjóminjasafnið í Laboe

Minnisvarðinn í Laboe

Sjóminjasafnið í Laboe er safn við austurmörk Kílar í Þýskalandi. Þar má sjá stóran minnisvarða um þýska flotann, kafbát sem hægt er að príla inn í og ýmislegt annað.

Minnisvarði

[breyta | breyta frumkóða]

Minnisvarðinn í Laboe er 72 metra hár innangengur turn. Turninn var reistur 1936 og vígður af Adolf Hitler og aðmírálnum Adolf von Trotha. Minnisvarðinn er til minningar um fallna hermenn heimstyrjaldarinanr fyrri. Seinna meir var ákveðið að minnisvarðinn skuli einnig vera til minningar um fallna sjóliða í heimstyrjöldinni síðari. 1954 var enn ákveðið að minnisvarðinn skuli einnig vera til minningar um alla sjómenn sem drukknað hafa alls staðar í heiminum. Á jarðhæð inni í minnisvarðanum er salur með minnisbók um fallna sjóliða þýska sjóhersins, en þeir eru samtals 63.686. Þar er einnig fánasafn með þýskum stríðsfánum. Hægt er að komast upp í útsýnispall, annað hvort með lyftu eða með að ganga upp 341 þrep. Minnisvarðinn er mjög vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Síðan byrjað var að telja gesti 1954 hafa 14 milljón manns gengir þar inn. Minnisvarðinn sést eins og sjómerki frá Kílarflóa og virðist ásýndum sem stefni á víkingaskipi. Skip sem sigla framhjá heiðra enn í dag minnisvarðann. Fyrir framan minnisvarðann er lítil bygging sem hýsir sögu þýska sjóhersins. Minnisvarðinn er opinn alla daga frá 9:30 til 18:00.[1]

U 995 á þurru landi

Við hliðina á minnisvarðanum er kafbátur á þurru landi. Hér er um U 995 úr heimstyrjöldinni síðari að ræða, sem orðinn er að safni. Kafbáturinn var smíðaður 1943 í Hamborg. Ári seinna fór hann í fyrstu árásarferð sína en hann fór alls í 9 ferðir meðan stríðið stóð yfir, oftast frá Noregi. Í stríðslok lá kafbáturinn í slipp í Noregi. Norðmenn yfirtóku þá bátinn, sem notuðu hann sem skólabát. Árið 1965 skiluðu Norðmenn kafbátnum til Þýskalands. Reyndar borguðu Þjóðverjar eina mörk fyrir, sem táknrænt verð. 1972 var kafbáturinn settur á þurrt land í Laboe og er opinn almenningi. U 995 er einn af 5 þýskum kafbátum sem enn eru til. Allir aðrir sukku eða voru teknir í sundur.

Skipsskrúfa

[breyta | breyta frumkóða]
Skipsskrúfa úr Prinz Eugen

Við hliðina á minnisvarðanum er stór og mikil skipsskrúfa til sýnis. Hún er úr þýska herskipinu Prinz Eugen, sem var eina stóra þýska herskipið sem ekki sökk í stríðinu. Í stríðslok notuðu Bandaríkjamenn skipið fyrir kjarnorkutilraunir á Bikini-eyjum í Kyrrahafi, þar sem það valt að lokum og sökk í einu kóralrifinu. Þrjár skipsskrúfur stóðu hins vegar upp úr. 1978 fengu Þjóðverjar eina skipsskrúfuna afhenta og var hún flutt á sjóminjasafnið í Laboe.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Naval Memorial in Laboe, DE“. Sótt 16 apríl 2023.